LPGA: Ólafía snýr aftur á fimmtudaginn

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er meðal keppenda um helgina á Mejer LPGA Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni.

Ólafía var ekki með á síðasta móti á mótaröðinni þar áður lék hún á Opna bandaríska mótinu þar sem hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía hefur leikið á 12 mótum á tímabilinu á mótaröð þeirra bestu í heimi. Í þeim 12 mótum hefur hún aðeins náð í gegnum niðurskurðinn þrisvar sinnum og þarf því á góðum árangri að halda á næstu vikum.

Á fimmtudaginn hefur Ólafía leik klukkan 12:26 að staðartíma eða klukkan 16:26 að íslenskum tíma. Hún verður í holli með þeim Brittany Lang og Daniela Darquea.

Hér er hægt að sjá allar helstu upplýsingarnar um mót helgarinnar.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is