LPGA: Ólafía mætt til leiks í tíunda mótið á tímabilinu

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hefur leik á Kingsmill Championship mótinu á fimmtudaginn en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 

Ólafía hefur nú þegar leikið á níu mótum á tímabilinu og komist í gegnum niðurskurðinn á þremur þeirra. Besti árangurinn hennar kom á Bahama eyjum þegar hún endaði í 26. sæti. 

Ólafía endaði í 32. sæti í síðasta móti sem var Volunteers mótið í Texas. Við það fór hún upp um 19 sæti á stigalistanum og situr hún í 101. sæti fyrir mót helgarinnar.

Kingsmill Championship mótið hefst á fimmtudaginn og hefur Ólafía leik klukkan 12:21 að staðartíma í Virginíu fylki eða klukkan 16:21 að íslenskum tíma. Hún leikur með þeim Lee Lopez og Paula Reto fyrstu tvo hringina.

Hér er hægt að sjá upplýsingar um mótið.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is