LPGA: Ólafía lék þriðja hringinn á 2 höggum undir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék í dag þriðja hringinn á Meijer LPGA Championship mótinu á 2 höggum undir pari. Ólafía, sem var á þremur höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina, er jöfn í 51. sæti fyrir lokahringinn í mótinu.

Ólafía Þórunn byrjaði vel í dag og var kominn þrjú högg undir par eftir 8 holur. Hún náði þó ekki að halda uppteknum hætti á holum 9-13 þar sem hún fékk fjóra skolla og var því komin á högg yfir par á þeim tíma.

Líkt og á öðrum hringnum lék Ólafía frábærlega á lokasprettinum í dag en hún fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum. Svo sannarlega sveiflukenndur hringur hjá þessum frábæra kylfingi.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun. Þegar margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á þriðja hringnum er Ólafía jöfn í 51. sæti og því fer hún líklega snemma út á sunnudaginn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is