LPGA: Ólafía lék sjöunda hringinn á parinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag sjöunda og næst síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina á 72 höggum eða pari Pinehurst vallarins.

Ólafía er enn í 89. sæti í mótinu og því litlar sem engar líkur á því að hún nái að tryggja sér fullan keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu á næsta ári.

Skorkortið hennar á 7. hringnum má sjá hér fyrir neðan.


Skorkort Ólafíu á 7. hringnum.

Alls öðlast 45 efstu kylfingarnir að 8 hringjum loknum fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Eins og staðan er núna miðast niðurskurðurinn við kylfinga á 8 höggum yfir pari og betra skori. Ólafía er á 20 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is