LPGA: Ólafía lék lokahringinn í Michigan á 71 höggi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Meijer LPGA Classic mótinu sem fór fram á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék á 71 höggi og er í 58. sæti þegar fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.

Lokahringur Ólafíu byrjaði nokkuð rólega en eftir 5 holur var hún komin með einn skolla og fjögur pör. Á sjöttu holu fékk hún svo fyrsta fugl dagsins en þurfti að bíða þar til á 15. holu þangað til sá næsti kom.


Skorkort Ólafíu á lokahringnum.

Ólafía lék samtals á 6 höggum undir pari í mótinu og er sem fyrr segir jöfn í 58. sæti. Það er þriðji besti árangur hennar á tímabilinu.

Lee Anne Pace er í forystu þegar efstu kylfingar mótsins eru búnir með nokkrar holur af lokahringnum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is