LPGA: Ólafía leikur með Harigae og Granada

Búið er að raða kylfingum í holl á fyrstu tveimur hringjum móts helgarinnar á LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er meðal keppenda í mótinu og er þetta sjötta mótið hennar á tímabilinu á mótaröð þeirra bestu.

Ólafía hefur leik klukkan 22:28 að kvöldi til á íslenskum tíma á miðvikudeginum á 10. teig. Hún leikur þeim Mina Harigae og Julieta Granada fyrstu tvo hringina. Harigae hefur verið á mótaröðinni í nokkur ár en hún hefur endað 7 sinnum í einu af 10 efstu sætunum í móti án þess að sigra.

Hér er hægt að sjá rástímana í mótinu.

Fyrir mótið er Ólafía í 97. sæti á stigalista LPGA mótaraðarinnar eftir 5 mót. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum, fyrst á Bahama eyjum í byrjun árs og svo á Kia Classic í mars.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is