LPGA: Ólafía jöfn í 43. sæti eftir fyrsta hring

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf í dag leik á Marathon Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía lék fyrsta hringinn á höggi undir pari og er jöfn í 43. sæti. 

Á hringnum fékk Ólafía alls tvo fugla og einn skolla á frekar stöðugum hring. Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Líkt og venjan er á LPGA mótaröðinni komast um 70 efstu kylfingarnir áfram að tveimur hringjum loknum. Því þarf Ólafía að halda vel á spöðunum á morgun þegar annar hringur mótsins fer fram.

Thidapa Suwannapura frá Taílandi er í efsta sæti á 6 höggum undir pari, höggi á undan 7 kylfingum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is