LPGA: Ólafía í toppbaráttunni eftir tvo hringi á Marathon Classic

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag frábært golf á Marathon Classic mótinu sem fram fer á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék á 68 höggum eða 3 höggum undir pari og er í toppbaráttunni þegar nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum.

Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og var á tveimur höggum undir pari eftir 9 holur, þá búin að fá 2 fugla og 7 pör.

Seinni níu holurnar voru ekki eins stöðugar hjá henni en þar fékk hún þrjá fugla og 2 skolla og kláraði þær því á höggi undir pari. Flottur árangur.

Samtals er Ólafía á 4 höggum undir pari en hún lék fyrsta hring mótsins á höggi undir pari.

Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 13. sæti af 141 keppanda. Hún er einugis sex höggum á eftir Caroline Hedwall frá Svíþjóð sem leiðir.

Þriðji hringur mótsins fer fram á morgun, laugardag, og þá verður okkar kona í eldlínunni. Þetta er í fimmta skiptið á tímabilinu sem Ólafía kemst í gegnum niðurskurðurinn en hennar besti árangur á tímabilinu kom á Bahama eyjum þar sem hún endaði í 26. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Skorkort Ólafíu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is