LPGA: Ólafía hefur leik klukkan 16:01 á fimmtudaginn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er meðal keppenda á móti helgarinnar á LPGA mótaröðinni. Mótið verður hennar þriðja á tímabilinu en þetta er annað árið hennar á mótaröð þeirra bestu.

Ólafía Þórunn leikur með þeim Daniela Darquea og Nicole Broch Larsen fyrstu tvo hringi mótsins. Á fimmtudaginn hefja þær leik á fyrsta teig klukkan 9:01 að staðartíma eða klukkan 16:01 að íslenskum tíma.

Darquea er í 423. sæti heimslistans í dag en Larsen er töluvert ofar eða í 79. sæti. Larsen hefur á sínum ferli endað þrisvar í einu af 10 efstu sætunum á LPGA mótaröðinni en á enn eftir að sigra.

Bank of Hope Founders mótið hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn. Leiknir verða fjórir hringir og er skorið niður eftir tvo.

Hér verður hægt að fylgjast með í beinni.


Nicole Broch Larsen verður í holli með Ólafíu fyrstu tvo dagana.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is