LPGA: Ólafía hefur leik í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur í dag leik á Indy Women In Tech Meistaramótinu, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Indianapolis og er leikið á Brickyard Crossing vellinum. 

Þetta er 19. mót Ólafíu á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili og er hún fyrir þetta mót jöfn í 101. sæti á stigalista mótaraðarinnar, en efstu 100 halda þátttökurétti sínum á næsta ári.

Ólafía hefur leik í dag klukkan 12:30 að staðartíma, sem er 16:30 að íslenskum tíma. Með henni í holli eru þær Sandra Changkija og Maude-Aimee Leblanc.

Hægt verður að fylgjast með mótinu hérna.