LPGA: Nelly Korda leiðir fyrir lokahringinn

Þriðji hringur á HSBC Women's World Championship var leikinn í Singapúr í nótt, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Eftir tvo hringi var það hin bandaríska Danielle Kang sem var með fjögurra högga forystu en hún missti það forskot í nótt og féll niður í 2. sæti. Það er samlanda hennar, Nelly Korda, sem situr nú í 1. sæti, á samtals 15 höggum undir pari.

Korda lék vel í nótt og kom í hús á 65 höggum, eða 7 höggum undir pari. Hún lék mjög stöðugt golf og fékk á hringnum 8 fugla, einn skolla og restin pör og er með eins höggs forystu á næstu kylfinga.

Í 2. sæti er svo Danielle Kang, á 14 höggum undir pari. Hún lék hringinn í gær á 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Tvær eru jafnar í 3. sæti á samtals 11 höggum undir pari. Það er þær Brooke Henderson og Minjee Lee.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.


Danielle Kang.