LPGA: Minjee Lee í forystu | Óþekktir kylfingar á toppnum

Minjee Lee er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Toto Japan Classic sem fer fram í Japan um þessar mundir á LPGA mótaröðinni. 

Lee er samtals á 13 höggum undir pari eftir tvo hringi í mótinu og heldur því áfram frábærri spilamennsku sinni á tímabilinu. Fyrir mótið var Lee í öðru sæti stigalistans en það mun þó ekki breytast takist henni að vinna því forskot Ariya Jutanugarn á toppi stigalistans er of mikið.

Athygli vekur að 7 af 12 efstu kylfingum mótsins eru kylfingar sem fengu sérstakt boð í mótið og eru ekki með þátttökurétt á LPGA mótaröðinni. Sakura Kolwai er ein þeirra en hún er í öðru sæti á 10 höggum undir pari.

Nasa Hataoka deilir þriðja sætinu með Jiyai Shin.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu fyrir lokahringinn.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is