LPGA: Lopez í forystu í Kína

Gaby Lopez frá Mexíkó og Ariya Jutanugarn eru í sérflokki eftir tvo hringi á Blue Bay LPGA mótinu sem fer fram í Kína á LPGA mótaröðinni.

Lopez er á 9 höggum undir pari eftir þrjá hringi, höggi á undan Ariya Jutanugarn sem er önnur. Fjórum höggum á eftir Jutanugarn eru þær Sung Hyun Park og Sei Young Kim.

Lopez getur með sigri komið sér upp í 43. sæti á stigalistanum á meðan Jutanugarn er með örugga forystu á stigalistanum.

Lokahringur mótsins fer fram í nótt. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is