LPGA kylfingar sitja límdir við sjónvarpið að horfa á Tiger Woods

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að Tiger Woods endaði jafn í öðru sæti á Valspar Championship mótinu sem lauk síðastliðinn sunnudag. Eins og greint var frá í gær þá hefur áhorf á golfmóti, fyrir utan risamót, ekki verið meira í fimm ár.

En það er ekki bara hinn almenni kylfingur sem situr límdur fyrir framan sjónvarpið, heldur eru það jafnt áhugamenn sem atvinnumenn sem njóta þess að horfa á hann berjast um titla.

„Við ölumst upp við að horfa á Tiger,“ sagði Jessica Korda, kylfingur á LPGA mótaröðinni. „Hann er mikil fyrirmynd.“

Nelly Korda, systir Jessicu Korda, sagðist hafa reynt að horfa á eins mörg högg hjá Woods og hún gat.

Ég var límd fyrir framan sjónvarpið.“

Jessica sagðist einnig hafa hitt Woods fyrr í vetur og komst að því að hann þekkti þær systur, þá sagðist hún hafa verið með stjörnur í augunum og hringt í systur sína um leið.

„Ég var með stjörnur í augunum,“ sagði Jessica eftir að Woods spjallaði við hana um síðasta tímabilið á LPGA mótaröðinni. „Ég hringdi í Nelly um leið og sagði henni að Woods þekkti okkur.“

LPGA mótaröðin fer af stað aftur á morgun (fimmtudag) þegar Founders Cup mótið hefst og er Anna Nordqvist mætt til leiks til að reyna að verja titilinn frá því í fyrra. Hún viðurkenndi að þetta væri alveg vika sem hún væri til í að vera heima í Orlando til að horfa á Woods keppa og jafnvel fara á mótið.

„Þetta er vika sem þú vilt eiginlega bara vera heima og horfa á allt mótið, jafnvel fara á svæðið.“