LPGA: Katherine Kirk á 10 höggum undir pari

Það er Katherine Kirk sem er í forystu eftir fyrsta hring Thornberry Creek LPGA Classic mótsins. Kirk lék ótrúlega vel í gær og kom í hús á 62 höggum.

Hún lék hringinn í gær á 10 höggum undir pari þar sem að hún fékk 10 fugla og átta pör. Hún lék meðal annars síðari níu holurnar á 29 höggum eða sjö höggum undir pari.

Forysta Kirk er þó aðeins eitt högg því einu höggi á eftir kemur Sei Young Kim. Hún lék á 63 höggum eða níu höggum undir pari.

Ólafía Þórunn er á meðal keppenda. Hún lék á 69 höggum í gær og er jöfn í 53. sæti eftir daginn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.