LPGA: Jutanugarn sigraði á sínu fyrsta móti

Moriya Jutanugarn sigraði á sínu fyrsta LPGA móti í gær þegar að hún bar sigur úr býtum á Hugel-JTBC LA Open mótinu. Hún endaði á að sigra með tveimur höggum.

Fyrir daginn voru Jutanugarn og Jin Young Ko jafnar í efsta sætinu á níu höggum undir pari. Jutanugarn var fljótlega komin ein í forystu og þá forystu lét hún ekki af hendi. Bæði Ko og Inbee Park gerðu atlögu að Jutanugarn, en því svaraði hún með fuglum á 12., 13. og 15. holu. 

Hún átti eftir að tapa einu höggi áður en hún lauk leik, en hún endaði á að spila á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari og endaði mótið á 12 höggum undir pari.

Jin Young Ko og Inbee Park enduðu jafnar í öðru sæti á 10 höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.