LPGA: Jutanugarn með góða forystu

Hin taílenska Ariya Jutanugarn er með fjögurra högga forystu eftir tvo hringi á Blue Bay LPGA mótinu sem fer fram í Kína. 

Jutanugarn er á 7 höggum undir pari eftir tvo hringi, fjórum höggum á undan Gaby Lopez, Jennifer Song og Moriya Jutanugarn sem er litla systir Ariya.

Jutanugarn er nú þegar búin að þéna tvær og hálfa milljón dollara á tímabilinu þar sem hún hefur endað 15 sinnum í einu af 10 efstu sætunum og þrisvar unnið. 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is