LPGA: Jutanugarn leiðir í Kína

Efsti kylfingur stigalistans á LPGA mótaröðinni, Ariya Jutanugarn, er í forystu eftir fyrsta hringinn á Buick LPGA Shanghai mótinu sem fer fram í Kína.

Jutanugarn lék fyrsta hringinn í nótt á 6 höggum undir pari. Hún tapaði ekki einu höggi á hringnum og fékk sex fugla.

„Mér finnst svo gaman að spila í Asíu,“ sagði Jutanugarn eftir fyrsta hringinn en hún var með litlar væntingar fyrir daginn. „Engar væntingar, bara að fara út á völl og njóta þess að spila.“

Danielle Kang og Sei Young Kim eru jafnar í 2. sæti í mótinu á 5 höggum undir pari. Sex kylfingar deila 4. sætinu á 4 höggum undir pari en þeirra á meðal eru þær Paula Creamer og Lydia Ko.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is