LPGA: Íslandsvinurinn fagnaði sigri á Blue Bay LPGA

Gaby Lopez frá Mexíkó sigraði í nótt á Blue Bay LPGA mótinu sem fór fram á LPGA mótaröðinni um helgina.

Lopez lék hringina fjóra samtals á 8 höggum undir pari og endaði mótið með eins höggs forystu á besta kylfing heims, Ariya Jutanugarn.

Þetta er fyrsti sigur Lopez á mótaröð þeirra bestu en hún fagnaði 25 ára afmæli sínu um helgina. Lopez er ein þeirra sem hefur komið til Íslands með Ólafíu Þórunni í styrktarmót KPMG en hún var á landinu árið 2017 þegar mótið fór fram á GKG. Að vísu slasaðist hún á æfingu daginn fyrir mótið og gat því ekki spilað með.

Celine Boutier endaði í þriðja sæti í mótinu á 6 höggum undir pari, höggi á undan þeim Danielle Kang og Sei Young Kim sem enduðu í 4. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is