LPGA: In Gee Chun best þegar mest á reyndi

In Gee Chun sigraði í nótt á Keb Hana Bank meistaramótinu sem fór fram á LPGA mótaröðinni. Chun lék frábært golf á lokadegi mótsins og sigraði að lokum með þriggja högga mun. Sigur Chun var hennar þriðji á LPGA mótaröðinni og sá fyrsti frá árinu 2016.

Chun hóf lokadaginn tveimur höggum á eftir Charley Hull og Danielle Kang sem voru í forystu. Hún kom inn á 66 höggum eða 6 höggum undir pari og lauk leik á 16 höggum undir pari.

Charley Hull endaði önnur á 13 höggum undir pari, höggi á undan Sung Hyun Park, Minjee Lee, Ariya Jutanugarn og Danielle Kang.

Sigrar Chun á LPGA mótaröðinni:

2015: Opna bandaríska risamótið
2016: Evian risamótið
2018: LPGA Keb Hana meistaramótið

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is