LPGA: Henderson vann nokkuð örugglega

Brooke M. Henderson fagnaði sínum sjötta sigri á LPGA mótaröðinni í nótt þegar að hún bar sigur úr býtum á Lotte Championship mótinu. Henderson var í forystu mest allt mótið og endaði á að vinna með fjórum höggum.

Fyrir daginn var hún með eins höggs forystu á Mo Martin. Martin náði sér ekki á strik og var fljótlega úr baráttunni um sigurinn.

Henderson gerði fá mistök á lokahringnum og fékk fjóra fugla, einn skolla og restina pör. Hún endaði mótið á 12 höggum undir pari.

Það var Azahara Munoz sem komst næst Henderson. Munoz átti besta hring gærdagsins, en hún lék á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hún endaði á átta höggum undir pari, fjórum höggum á eftir.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.