LPGA: Henderson í forystu eftir fyrsta hring

Hin kanadíska Brooke M. Henderson lék best á fyrsta hringnum á Meijer LPGA Classic mótinu sem hófst í dag á LPGA mótaröðinni. Henderson kom inn á 8 höggum undir pari og er með eins höggs forystu á næstu kylfinga.

Hin 19 ára gamla Henderson gerði nær engin mistök á fyrsta hringnum, fékk sex fugla og einn örn og tapaði ekki höggi.

Lexi Thompson, Shanshan Feng og Stacy Lewis eru meðal þeirra kylfinga sem deila öðru sætinu á 7 höggum undir pari. Lydia Ko lék einnig flott golf á fyrsta hringnum og kom inn á 6 höggum undir pari og er í toppbaráttunni.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var skráð til leiks í mótið en þurfti að draga sig úr leik á síðustu stundu. Nánar er hægt að lesa um það hér.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is