LPGA: Henderson frábær á öðrum hring

Hin kandaíska Brooke M. Henderson lék best allra á öðrum degi Lotte Championship mótsins og er með tveggja högga forystu. Henderson lék á 66 höggum og er samtals á 10 höggum undir pari.

Á hringnum urðu henni á engin mistök. Hún fékk tvo fugla á fyrri níu holunum og fjóra fugla á síðari níu holunum. 

Þær Mo Martin og Shanshan Feng eru jafnar í öðru sæti á átta höggum undir pari. Þær eru síðan þrjár sem eru jafnar í fjórða sæti á sex höggum undir pari, þar á meðal er Pernilla Lindberg sem sigraði ANA Inspiration mótið, fyrsta risamót ársins.

Ólafía Þórunn var á meðal keppenda. Hún endaði mótið jöfn í 130. sæti á 10 höggum yfir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.