LPGA: Henderson enn í forystu á Havaí

Það er Brooke M. Henderson sem fer með forystu inn í lokahringinn á Lotte Championship mótinu, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Henderson lék þriðja hringinn í gær á 73 höggum og er með eins höggs forystu.

Á hringnum í gær var Henderson mest komin á tvö högg undir par og var á tveimur höggum undir pari allt þar til á 16. holunni. Þá fékk hún tvöfaldan skolla og síðan kom skolli á 18. brautinni. Hún fékk fjóra fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla og endaði hún hringinn á einu höggi yfir pari.

Mo Martin er ein í öðru sæti á átta höggum undir pari. Höggi á eftir henni eru þær Nasa Hataoka og Inbee Park.

Takist Henderson að sigra mótið verður þetta hennar sjötti sigur á LPGA mótaröðinni.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.