LPGA: Hataoka sigraði í Japan

Hin japanska Nasa Hataoka sigraði í nótt á Toto Japan Classic mótinu sem fór fram á LPGA mótaröðinni dagana 2.-4. nóvember.

Hataoka lék hringina þrjá samtals á 14 höggum undir pari og sigraði með tveggja högga mun.

Minjee Lee, sem var í forystu fyrir lokadaginn, lék hræðilegt golf á lokahringnum og kom inn á 78 höggum og endaði í 15. sæti í mótinu. Það nýtti Hataoka sér og kom inn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari og vann.

Momoko Ueda og Saki Nagamine frá Japan og hin spænska Carlota Ciganda enduðu í 2. sæti á 12 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Hataoka hefur nú unnið tvö mót á tímabilinu en hún sigraði einnig á Walmart Arkansas Championship mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is