LPGA: Fjórar jafnar á toppnum

Fyrsti hringur LPGA Volvik Championship mótsins fór fram í gær. Eftir fyrsta hring eru þær fjórar sem eru jafnar í efsta sætinu. Ólafía Þórunn er á meðal keppenda og lék hún á einu höggi undir pari.

Það eru þær Danielle Kang, Moriya Jutanugarn, Caroline Masson og Amy Olsen sem sitja í efsta sætinu. Allar léku þær á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. 

Fimm eru jafnar í fimmta sæti á fimm höggum undir pari, þar á meðal er Nasa Hataoka, en hún tapaði í bráðabana um síðustu helgi á móti Ariya Jutanugarn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.