LPGA: Fimm jafnar á toppnum

Fyrsti hringur Kingsmill Championship mótsins fór fram í dag, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Þær eru fimm sem eru jafnar á toppnum á samtasl sex höggum undir pari. Ólafía Þórunn er á meðal keppenda og lék hún á parinu.

Það eru þær Jaye Marie Green, In Gee Chun, Jessica Korda, Azahara Munoz og Annie Park. Þær léku eins og áður sagði á sex höggum undir pari, sem er 65 högg.

Jafnar í sjötta sæti á fimm höggum undir pari eru þær Nasa Hataoka og Ariya Jutanugarn.

Heilt yfir var skor nokkuð gott í dag, en samtals léku 69 kylfingar á undir pari í dag.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.