LPGA: Efsti kylfingur heimslistans í toppbaráttunni

Ariya Jutanugarn er í öðru sæti eftir fyrsta hringinn á Blue Bay LPGA mótinu sem hófst í nótt á LPGA mótaröðinni í Kína.

Jutanugarn er á 3 höggum undir pari í mótinu, höggi á eftir Thidapa Suwannapura, sem lék best. Jutanugarn er bæði efst á stigalista mótaraðarinnar og heimslistanum fyrir mótið en hún var á dögunum valin kylfingur ársins á mótaröðinni.

Alena Sharp er jöfn Jutanugarn í öðru sæti en þær eru höggi á undan sex kylfingum, þeim Chella Choui, Benyapa Niphatsophon, Jennifer Song, Moriya Jutanugarn, Gaby Lopez og Pannarat Thanapolboonyaras.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is