LPGA: Cristie Kerr með örugga forystu

Annar hringur á KIA Classic mótinu á LPGA mótaröðinni fór fram í Kaliforníu í gær. Fyrir daginn voru þrjár jafnar í forystu en það er nú bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr sem trónir á toppnum. Hún er með fimm högga forystu á næstu kylfinga og er samtals á 13 höggum undir pari. 

Cristie átti hreint út sagt frábæran hring í dag þar sem hún kom í hús á 8 höggum undir pari. Hún tapaði ekki höggi á hringnum en fékk á honum 8 fugla og restin pör. 

Fjórir kylfingar eru jafnir í 2. sæti á 8 höggum undir pari. Það eru þær Lizette Salas, In-Kyung Kim, Caroline Hedwall og Hee Young Park.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal þátttakenda og lék hún hringinn í dag á einu höggi undir pari og komst þar með í gegnum niðurskurðinn. Nánar má lesa um hringinn hennar hér.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.