LPGA: Brooke M. Henderson enn í forystu

Annar dagur Meijer LPGA Classic mótsins fór fram í dag, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og er leikið í Blythefield vellinum í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Það er hin kanadíska Brooke Henderson sem er í forystu, en hún var einnig í forystu eftir fyrsta hringinn. 

Brooke var með eins höggs forystu fyrir daginn, eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 63 högum (-8). Á hringnum í dag fékk Henderson sjö fugla, þrjá skolla og restin pör og kom því í hús á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hún er því samtals á 12 höggum undir pari. 

Jafnar í öðru sæti eru þær Carlota Ciganda, Mi Jung Hur og Lexi Thompson. Þær eru allar á 10 höggum undir pari. Carlota lék á 64 höggum í dag, eða sjög höggum undir pari.

Moriya Jutanugarn kemur svo næst á átta höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.