LPGA: Annie Park sigraði á sínu fyrsta móti

Annie Park sigraði á sínu fyrsta LPGA móti í gær þegar að hún stóð uppi sem sigurvegari á Shoprite LPGA Classic mótinu. Hún lék frábært golf á lokahringnum og endaði á að sigra með einu höggi.

Fyrir lokahringinn var það Sei Young Kim sem var í forystu. Hún náði þó aðeins að leika á 70 höggum í gær og endaði mótið í fjórða sæti á 13 höggum undir pari.

Á meðan lék Annie Park á 63 höggum, eða átta höggum undir pari. Hún tapaði ekki höggi á hringnum og fékk sex fugla, einn örn og restina pör. 

Í öðru sæti varð hin japanska Sakura Yokomine. Hún lék lokahringinn á 61 höggi, eða tíu höggum undir pari. Hún fékk átta fugla, einn örn og restina pör á hringnum.

Hérna má sjá lokstöðuna í mótinu.