Louis Oosthuizen meiddist á flugvellinum og getur ekki leikið um helgina

Opna Joburg mótið hefst á morgun í Suður-Afríka, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson er á meðal keppenda eins og greint var frá fyrr í dag.

Heimamaðurinn Louis Oosthuizen var skráður til leiks allt þar til í dag að hann þurfti að draga sig úr leik vegna meiðsla. Oosthuizen, sem var eitt af stærstu nöfnum mótsins, lenti í því að klemma puttana á sér á kerru á flugvellinum.

Í viðtali vð fjölmiðla sagði hann að daginn eftir slysið hefði hann ekki getað haldið um kylfuna og því hafi hann neyðst til þess að skrá sig úr leik.