Ljóst hverjir mætast í undanúrslitum Íslandsmóts unglinga í holukeppni

Úrslit Íslandsmóts unglinga í holukeppni ráðast í dag en leikið er á Jaðarsvelli á Akureyri. Mótið hófst á föstudaginn og er hluti af Íslandsbankamótaröðinni.

Nú er ljóst hvaða kylfingar keppa til undanúrslita en eftir höggleik á föstudaginn hafa kylfingar mæst í 16- og 8-manna úrslitum.

Eftirtaldir kylfingar leika til undanúrslita:

19-21 árs kk:

Tumi Hrafn Kúld (GA) - Kristján Benedikt Sveinsson (GA)
Kristófer Orri Þórðarson (GKG) - Víðir Steinar Tómasson (GA)

17-18 ára kk:

Viktor Ingi Einarsson (GR) - Sigurður Bjarki Blumenstein (GR)
Páll Birkir Reynisson (GR) - Kristófer Karl Karlsson (GM)

17-18 ára kvk:

Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS) - Anna Júlía Ólafsdóttir (GKG)
Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD) - Árný Eik Dagsdóttir (GKG)

15-16 ára kk:

Lárus Ingi Antonsson (GA) - Pétur Sigurdór Pálsson (GOS)
Sveinn Andri Sigurpálsson (GS) - Sigurður Arnar Garðarsson (GKG)

15-16 ára kvk:

Kinga Korpak (GS) - Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR)
Ásdís Valtýsdóttir (GR) - Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA)

14 ára og yngri kk:

Tristan Snær Viðarsson (GM) - Heiðar Snær Bjarnason (GOS)
Jóhannes Sturluson (GKG) - Óskar Páll Valsson (GA)

14 ára og yngri kvk: 

Perla Sól Sigurbrandsdóttir (GR) - Katrín Sól Davíðsdóttir (GM)
Nína Margrét Valtýsdóttir (GR) - María Eir Guðjónsdóttir (GM)

Hér er hægt að sjá stöðuna í leikjunum. Úrslitin ráðast eins og fyrr segir seinna í dag, sunnudag.


Mynd: seth@golf.is


Mynd: seth@golf.is


Mynd: seth@golf.is


Mynd: seth@golf.is


Mynd: seth@golf.is

Ísak Jasonarson
isak@vf.is