Litlar breytingar á FedEx listanum

Litlar breytingar eru á FedEx listanum eftir PGA mót helgarinnar. Margir af efstu kylfingum listans voru ekki á meðal keppenda, þar á meðal efsti maður listans, Justin Thomas.

Dustin Johnson, efsti maður heimslistans var þó með á RBC Heritage mótinu. Hann endaði mótið jafn í 16. sæti og fór við þann árangur upp í fimmta sæti listans. Í sætum tvö til fjögur sitja þeir Patton Kizzire, Bubba Watson og Phil Mickelson.

Þar sem Satoshi Kodaira var ekki með fullan þátttökurétt á PGA mótaröðinni fyrir helgina fékk hann engin stig sem giltu á FedEx listanum. Með sigri hefur hann samt tryggt sér þátttökurétt á PGA mótaröðinni næstu tvö árin.