Lið Evrópu fagnaði sigri í EurAsia bikarnum

Seinasti dagur EurAsia bikarsins fór fram í dag í Malasíu. Leiknar voru einstaklingsviðureignir þar sem allir kylfingar liðanna tóku þátt. Alex Noren hóf leik fyrir Evrópuliðið og setti tóninn þegar hann hafði betur gegn Nicholas Fung nokkuð auðveldlega, 4/2.

Poom Saksansin hafði svo betur gegn Paul Casey í öðrum leik dagsins og endurheimti forystu Asíu en þá var komið að liði Evrópu sem vann næstu 7 leiki og því sigurinn í höfn.

Að lokum vann Evrópa nokkuð þægilegan sigur með 14 stigum gegn 10. Það er ljóst að Evrópu liðið ætlar sér stóra hluti á árinu en í haust mun það einnig leika um Ryder bikarinn. Keppinautarnir þar munu þó gefa þeim harðari keppni en bandaríska liðið hefur ekki verið jafn sterkt í mörg ár.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is