Lexi Thompson í stuði á lokamóti tímabilsins

Hin bandaríska Lexi Thompson er með þriggja högga forystu þegar lokamót tímabilsins á LPGA mótaröðinni, CME Group Tour Championship mótið, er hálfnað.

Thompson er samtals á 12 höggum undir pari í mótinu en hún lék annan hringinn á 5 höggum undir pari.

Thompson, sem hefur sigrað á 9 mótum á LPGA mótaröðinni á mögnuðum ferli, er enn í leit að sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Það er töluvert slakari árangur en í fyrra þegar hún sigraði á tveimur mótum og tapaði í bráðana um sigur á þremur mótum til viðbótar.

Brittany Lincicome og Amy Olson eru jafnar í öðru sæti í mótinu á 9 höggum undir pari. Stigahæsti kylfingurinn, Ariya Jutanugarn, er í 20. sæti á 3 höggum undir pari. Miðað við stöðuna í mótinu dugar það henni til að enda sem stigameistari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is