Lexi Thompson fagnar góðum árangri í ár með nýjum bíl

Lexi Thompson átti frábært ár á LPGA mótaröðinni og endaði hún það á því að sigra Race to CME Globe keppnina. Í heildina þénaði hún nálægt þremur milljónum dollara, sem samsvarar um 300 milljónum íslenska króna.

Engar smá fjáhæðir sem íþróttafólk þénar, en ekki má gleyma allri þeirri vinnu sem liggur á bakvið. Því er nú lítið hægt að segja við því að Thompson skuli hafa fagnað árangrinum í ár með því að fjárfesta í nýjum bíl.

Bíllinn er ekki af verri endanum, en þetta er Nissan GT-R og er byrjunarverðið fyrir svona bíl í Bandaríkjunum um 10 milljónir íslenskra króna.

 

So I decided to get a @nissan GTR 😎

A post shared by Lexi Thompson (@lexi) on