LET Access: Guðrún Brá lék fyrsta hringinn í Sviss á 75 höggum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Berglind Björnsdóttir hófu í morgun leik á Lavaux Ladies Championship mótinu sem er hluti af LET Access mótaröðinni í golfi.

Guðrún Brá er nú búin með fyrsta hringinn en hún lék á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari. Á hringnum fékk hún alls fimm skolla og tvo fugla. Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Þegar fréttin er skrifuð er Guðrún Brá jöfn í 71. sæti.

Berglind Björnsdóttir er enn úti á velli en greint verður frá skori hennar eftir hring. Hún er á 2 höggum yfir pari, jöfn í 63. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is