LET Access: Guðrún Brá komst í gegnum niðurskurðinn

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, komst í dag í gegnum niðurskurðinn á Anna Nordqvist Vasteras Open þegar hún lék annan hringinn í mótinu á 73 höggum eða höggi yfir pari. Guðrún Brá er samtals á 4 höggum yfir pari í mótinu fyrir lokahringinn.

Á öðrum hringnum fékk Guðrún alls fimm fugla en fékk á móti sex skolla. Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Fyrir lokahringinn er Guðrún jöfn í 22. sæti en hún komst upp um 20 sæti milli hringja. Besti árangur hennar til þessa á tímabilinu er 19. sæti á Lavaux Ladies Championship.

Berglind Björnsdóttir tók einnig þátt í móti vikunnar en komst ekki í gegnum eftir tvo hringi. Hún lék hringina tvo samtals á 20 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is