LET Access: Guðrún Brá í öðru sæti

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, fór vel af stað á lokamóti tímabilsins á LET Access mótaröðinni sem fer fram um þessar mundir í Barselóna.

Guðrún Brá lék fyrsta hring mótsins á 2 höggum undir pari og er jöfn í öðru sæti í mótinu þegar örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Caroline Rominger er efst á 4 höggum undir pari.

Á hring dagsins fékk Guðrún þrjá fugla og einn skolla en hún hóf leik á 10. teig. Skorkortið hennar má sjá hér fyrir neðan.


Skorkort Guðrúnar.

Alls eru leiknir þrír hringir í mótinu en lokahringurinn fer fram á laugardaginn. Fyrir mótið er Guðrún Brá í 71. sæti stigalistans.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is