LET Access: Guðrún Brá í fínum málum

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék í dag fyrsta hringinn á WPGA International Challenge mótinu sem fer fram á LET Access mótaröðinni.

Guðrún Brá lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er í efri hluta keppendahópsins að fyrsta degi loknum. Alls fékk Guðrún þrjá fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum.

Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Eftir fyrsta daginn er Guðrún Brá jöfn í 36. sæti af 108 keppendum. Eftir tvo hringi verður skorið niður í mótinu og komast þá um 50 efstu kylfingarnir áfram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is