LET Access: Guðrún Brá endaði í 38. sæti í Svíþjóð

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, endaði í dag í 38. sæti á Anna Nordqvist Vasteras Open sem fór fram á LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá lék hringina þrjá samtals á 10 höggum yfir pari.

Guðrún var á 4 höggum yfir pari fyrir lokahringinn sem hún lék á 78 höggum. Hún fékk alls 9 skolla á hringnum sem er of mikið en fékk þó þrjá fugla.

Berglind Björnsdóttir tók einnig þátt í móti vikunnar en komst ekki í gegnum eftir tvo hringi. Hún lék hringina tvo samtals á 20 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is