LET Access: Guðrún Brá aftur á 70 höggum

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék í dag annan hringinn á Bossey Ladies Championship á 70 höggum eða höggi undir pari. Hún er því á 2 höggum undir pari fyrir lokahring mótsins.

Guðrún hóf daginn í 10. sæti og færðist niður um eitt sæti milli hringja. Hún verður því í toppbaráttunni þegar hún hefur leik á lokahringnum sem fer fram á morgun, föstudag.


Skorkort Guðrúnar í mótinu.

Besti árangur Guðrúnar til þessa á LET Access mótaröðinni er 19. sæti. Vonandi nær hún að bæta þann árangur á morgun.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is