Leikmenn gætu misst af rástímum vegna umferðar

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods undirbýr sig nú af krafti fyrir annað risamót ársins í karlagolfinu, Opna bandaríska mótið.

Opna bandaríska fer fram á Shinnecock Hills golfvellinum í New York fylki og ætlar Woods að sleppa umferðinni sem því fylgir með því að dvelja í snekkjunni sinni yfir mótið. Nánar má lesa um það hér.

Á blaðamannafundi á dögunum sagði Woods að þeir leikmenn sem væru staðsettir 2 til 3 klukkustundir frá svæðinu gætu átt í hættu á að missa af rástímum sínum fari svo að það verði erfið umferð á leiðinni. Því væri töluvert skárra að vera á snekkjunni.

Hluta af viðtali við Woods má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is