Leik frestað hjá Birgi Leifi

Búið er að fresta keppni á Evrópumótaröð karla um óákveðinn tíma vegna hættu á þrumum og eldingum í Spáni þar sem Valderrama Masters mótið fer fram.

Birgir Leifur Hafþórsson er meðal keppenda í mótinu. Búið er að fresta teigtímanum hans til klukkan 16:25 að staðartíma eða klukkan 14:25 að íslenskum tíma.

Sergio Garcia, Jason Scrivener, Gregory Bourdy og Ashley Chesters fóru best af stað í morgun á fyrsta hringnum og deila forystunni á 3 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is