Landslið eldri kylfinga klár fyrir EM

Evrópumót eldri kylfinga í liðakeppni fer fram dagana 4.-8. september. Ísland sendir frá sér lið í karla- og kvennaflokki og eru liðin nú klár.

EM kvenna fer fram í Belgíu og eru 19 þjóðir skráðar. Eftirtaldir kylfingar skipa landslið Íslands:

Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK
Ásgerður Sverrisdóttir, GR
María Málfríður Guðnadóttir, GKG
Steinunn Sæmundsdóttir, GR
Svala Óskarsdóttir, GL
Þórdís Geirsdóttir, GK

EM karla fer fram í Austurríki á Diamond Country vellinum sem hefur meðal annars verið áfangastaður á Evrópumótaröðinni á undanförnum árum. Eftirtaldir kylfingar skipa landslið Íslands:

Gauti Grétarsson, NK
Guðmundur Arason, GR
Gunnar Þór Halldórsson, GK
Jón Gunnar Traustason, GÖ
Guðni Vignir Sveinsson, GS
Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ

Ísak Jasonarson
isak@vf.is