Kylfingar á Sony Open mótinu fengu aðvörun um að eldflaug stefndi á Havaí

Kylfingar PGA mótaraðarinnar sem eru að keppa á Sony Open mótinu á Havaí vöknuðu upp við ansi slæm skilaboð í gærmorgun. Allir voru beðnir um að finna sér skjól þar sem að eldflaug stendi á Havaí.

Sem betur fer var um mistök að ræða og var engin hætta á ferðum, en eins og gefur að skilja voru menn mjög skelkaðir og voru búnir að leita skjóls meðal annars í kjallurum og baðkari.

Eins og gefur að skilja voru menn heldur ekki alveg sáttir við að svona alvarleg mistök væru gerð, en voru engu að síður þákklátir að um mistök voru að ræða.