Kvennalandsliðið endaði í 15. sæti á Evrópumóti eldri kylfinga

Lokadagur Evrópumóts landsliða skipað leikmönnum 50 ára og eldri fór fram í dag í Slóvakíu. Íslenska kvennalandsliðið var meðal keppenda en það lék í B-riðli eftir höggleikinn.

Íslenska liðið endaði í 15. sæti eftir tvo leiki í riðlinum en þær töpuðu gegn Skotlandi 4/1 í fyrri leiknum og naumlega gegn Austurríki í þeim seinni 3/2.

Lið Frakka stóð uppi sem sigurvegari í mótinu eftir úrslitaleik gegn Englendingum. Írland tók svo þriðja sætið eftir sigur gegn Þýskalandi í dag.

Svona var íslenska liðð skipað: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Steinunn Sæmundsdóttir og Þórdís Geirsdóttir.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is