Kuchar nálægt fyrsta titlinum í 4 ár

Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar fer með fjögurra högga forystu inn í lokahringinn á Mayakoba Golf Classic mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Mexókó á del Carmen golfvellinum.

Kuchar hefur leikið frábært golf það sem af er móti og er á 20 höggum undir pari eftir þrjá hringi. Hann lék þriðja hring mótsins á 6 höggum undir pari og er bara búinn að fá tvo skolla í mótinu.

Whee Kim er einn í öðru sæti á 16 höggum undir pari, höggi á undan Richy Werenski og Danny Lee.

Ungu og efnilegu kylfingarnir Aaron Wise og Cameron Champ eru í 5. sæti á 14 höggum undir pari en Champ þurfti að sætta sig við tvöfaldan skolla á lokaholu dagsins.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is