Krónprinsinn í Danmörku gerður að opinberum sendiherra Ryder Bikarsins

Í gær voru 100 dagar í að Ryder Bikarinn hefjist og nýtti fyrirliði evrópska liðsins, Thomas Björn, það tækifæri til að útnefna Friðrik Danakrónprins opinberan sendiherra Ryder Bikarsins 2018. Þeir hittust í miðborg París við Eiffel turninn en leikið er á Le Golf National vellinum í útjaðri Parísar.

Krónprinsinn var staddur í Frakklandi þar sem hann sótti fund alþjóðlega ólympíusambandsins en hann hefur setið í þeirri nefnd síðan árið 2009. Við tilefnið sagði hann að þetta væri mikill heiður og sagði að Björn væri besti sendiherra golfíþróttarinnar frá Danmörku.

„Ég er stoltur að fá að taka við þessu hlutverki fyrir Ryder Bikarinn. Það sem gerir þetta meira sérstakt er að samlandi minn, Thomas Björn er fyrirliði evrópska liðsins, sem er besti sendiherra golfíþróttarinnar í Danmörku.“

Friðrik krónprins er þá kominn í hóp með heimsmetshafanum í siglinum Armel Le Cléac'h og úkraínska fótboltamanninum Andriy Shevchenko en þeir hafa báðir verið útnefndir opinberir sendiherrar mótsins.